Auglýsing um skipulagsmál - Skólasvæði Varmahlíðar og nærumhverfi
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 3. fundi sínum þann 17. ágúst 2022 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir skólasvæði Varmahlíðar og nærumhverfi skv. 1. mgr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið er um 5,6 ha að stærð og afmarkast til austurs af Birkimel, til suðurs af Reykjarhólsvegi, til vesturs af landnotkunarreitum AF-501 og SL-501 og til norðurs af lóð við Norðurbrún. Markmið skipulagsins er að setja fram heildstæða framtíðarsýn fyrir svæðið og skilmála um uppbyggingu. Helstu viðfangsefni eru meðal annars skilgreining á lóðarmörkum, byggingarreitum, stígakerfi og aðkomu.
Skipulagstillagan er auglýst frá 24. ágúst til og með 5. október 2022. Tillagan mun liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Skagfirðingabraut 17-21, Sauðárkróki á skrifstofutíma frá 10:00-12:00 og 12:30-15:00 og á heimasíðu Skagafjarðar www.skagafjordur.is.
Athugasemdir og ábendingar varðandi skipulagstillöguna skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa eða afgreiðslu ráðhússins, Skagfirðingabraut 17-21, 550 Sauðárkróki eða á netfangið skipulagsfulltrui@skagafjordur.is í síðasta lagi 5. október 2022.
Auglýsing um skipulagsmál - Skólasvæði Varmahlíðar og nærumhverfi (birt 24.08.2022)
Skólasvæði Varmahlíðar og nærumhverfi - Skýringarmyndir (birt 24.08.2022)