Fara í efni

Auglýsing um skipulagsmál - Sorpmóttökustöð Hofsósi og Freyjugarður Sauðárkrókur

15.06.2023

Skipulagslýsingarnar eru í auglýsingu frá og með 14. júní til og með 28. júní 2023. Lýsingarnar munu liggja frammi til kynningar í Ráðhúsinu, Skagfirðingabraut 17-21, Sauðárkróki á skrifstofutíma frá 10-12 og 12:30-15. Einnig er hægt að nálgast gögnin á heimasíðu Skagafjarðar www.skagafjordur.is. Hér eftir verður jafnframt hægt að fylgjast með skipulagsmálum í nýrri Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar á www.skipulagsgatt.is.

 

Þau sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að koma á framfæri ábendingum varðandi fyrirhugaðar deiliskipulagstillögur. Ábendingar skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa eða afgreiðslu Ráðhússins, Skagfirðingabraut 17-21, 550 Sauðárkróki eða á netfangið skipulagsfulltrui@skagafjordur.is í síðasta lagi 28. júní 2023.

Skipulagslýsing fyrir deiliskipulag
Hofsós, sorpmóttöku- og gámasvæði

 

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 12. fundi sínum þann 19. apríl 2023 að auglýsa skipulagslýsingu fyrir fyrirhugað deiliskipulag fyrir sorpmóttöku- og gámasvæði á Hofsósi skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagslýsingin er unnin af Stoð ehf. verkfræðistofu fyrir hönd umhverfis- og samgöngunefndar Skagafjarðar. Skipulagssvæðið er við gatnamót Norðurbrautar og Bæjarbrautar, 11.414 m² að stærð. Markmið skipulagsins er að stuðla að snyrtilegu umhverfi og skapa forsendur fyrir uppbyggingu sorpmóttökustöðvar og gámasvæðis.

Skipulagslýsing fyrir deiliskipulag
Freyjugarður á Sauðárkróki

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 14. fundi sínum þann 7. júní 2023 að auglýsa skipulagslýsingu fyrir fyrirhugað deiliskipulag fyrir Freyjugarð á Sauðárkróki skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Landslag ehf. hefur umsjón með gerð deiliskipulagsins fyrir hönd Skagafjarðar í samstarfi við Kiwanisklúbbinn Freyju.

 

Skipulagssvæðið er í Túnahverfi á Sauðárkróki og er um 2,5 ha að stærð. Svæðið afmarkast af Sæmundar-hlíð og aðliggjandi lóðarmörkum við Gilstún, Eyrartún og Brekkutún. Markmið með deiliskipulaginu og uppbyggingu á svæðinu er að stuðla að ánægjulegum samverustundum barna og foreldra og um leið efla útiveru og hreyfingu í anda heilsueflandi samfélags. Viðfangsefni skipulagsins verður meðal annars að skilgreina aðkomu að svæðinu, bílastæði, rútustæði, stígakerfi, leik- og dvalarsvæði, áhorfendasvæði og svið fyrir minni viðburði, byggingarreit fyrir þjónustuhús og grillaðstöðu.