Auglýsing um skipulagsmál - Sveinstún, kynningarmyndband
Skagafjörður auglýsir tillögu að deiliskipulagi fyrir íbúðarbyggð við Sveinstún á Sauðárkróki. Tillagan er kynnt með kynningarmyndbandi sem hægt er að horfa á hér að neðan. Í myndbandinu eru helstu viðfangsefni skipulagsins kynnt, sýndar skýringarmyndir og sagt frá hvernig tillagan gerir ráð fyrir þróun nýrrar íbúðarbyggðar með aðkomu frá Sæmundarhlíð. Í tillögunni eru skilgreindar 38 lóðir fyrir allt að 84 íbúðir í einbýlis-, par-, rað- og fjölbýlishúsum. Samhliða er auglýst breyting á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035 fyrir svæðið.
Kynningarmyndbandið er ný nálgun sveitarfélagsins til að kynna skipulagsmál fyrir íbúum og er markmiðið að kynningin nái til sem flestra. Tillagan er sett fram á skipulagsuppdrætti og greinargerð sem er aðgengileg í afgreiðslu ráðhússins, Skagfirðingabraut 17-21 á Sauðárkróki og hér á heimasíðu sveitarfélagsins. Hér eftir verður jafnframt hægt að nálgast skipulagsgögn og fylgjast með skipulagsmálum í nýrri skipulagsgátt Skipulagsstofnunar á www.skipulagsgatt.is. Hægt er að fletta upp málsnúmeri 254/2023 fyrir deiliskipulagið og 255/2023 fyrir breytingu á aðalskipulagi.
Skipulagstillögurnar eru auglýstar frá 7. júní til og með 19. júlí 2023. Þau sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvött til að kynna sér tillögurnar. Athugasemdir varðandi skipulagstillögurnar skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa eða afgreiðslu ráðhússins, Skagfirðingabraut 17-21, 550 Sauðárkróki eða á netfangið skipulagsfulltrui@skagafjordur.is í síðasta lagi 19. júlí 2023. Einnig er hægt að senda inn athugasemdir í gegnum www.skipulagsgatt.is.
Skipulagsfulltrúi Skagafjarðar
Kynningarmyndband um Sveinstún:
Hér að neðan má sjá nánari upplýsingar um Sveinstún:
Sveinstún - Tillaga að deiliskipulagi