Fara í efni

Auglýsing um skipulagsmál - Tillaga að deiliskipulagi hafnarsvæðisins á Sauðárkróki

20.10.2021

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst deiliskipulagstillaga fyrir eftirfarandi skipulagssvæði:

Sauðárkrókshöfn – Tillaga að deiliskipulagi.

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti á fundi þann 10. september 2021, tillögu að deiliskipulagi fyrir hafnarsvæðið á Sauðárkróki. Skipulagssvæðið er um 32 ha að stærð og samræmist afmörkun hafnarsvæðis H-401 í aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar sem nú er í auglýsingu. Deiliskipulagstillagan tekur m.a. á þeirri þróun sem orðið hefur á hafnarsvæðinu á þeim 25 árum frá því að gildandi deiliskipulag var staðfest.

Skipulagsgögn eru 3 skipulagsuppdrættir og greinargerð með umhverfisskýrslu, dagsett 21.06.2021.

Skipulagstillagan liggur frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa í Ráðhúsinu, Skagfirðingabraut 17-21, Sauðárkróki, á opnunartíma frá kl.10-12 og 12:30-15. Einnig er hægt að nálgast gögnin á heimasíðunni http://www.skagafjordur.is.

Deiliskipulagstillagan er í auglýsingu frá og með 20. október 2021 til og með 3. desember 2021. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir og/eða ábendingar við tillögurnar.

Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar og má afhenda í afgreiðslu Ráðhússins, við Skagfirðingabraut 17-21 á Sauðárkróki, póstleggja á póstfangið Sveitarfélagið Skagafjörður, Skagfirðingabraut 21, 550 Sauðárkróki eða senda á netfangið skipulagsfulltrui@skagafjordur.is.

Hafnarsvæðið á Sauðárkróki greinargerð
Skipulagsuppdráttur DS01 
Skipulagsuppdráttur DS02 skilmálar 
Skipulagsuppdráttur DS03 áfangaskipting

 

Skipulagsfulltrúi Sveitarfélagsins Skagafjarðar.