Fara í efni

Auglýsing vegna framkvæmda við Brekkugötu 5 - verndarsvæði í byggð á Sauðárkróki

23.11.2022
Brekkugata 5 á Sauðárkróki

Umsókn um leyfi fyrir breytingum á húsnæði liggur fyrir hjá byggingarfulltrúa Skagafjarðar frá eigendum fjölbýlishússins að Brekkugötu 5. Fyrirhuguð er endurnýjun á gluggum og hurðum og áætlaður verktími um 3 mánuðir. Framkvæmdin er innan verndarsvæðis í byggð sem er norðurhluti gamla bæjarins á Sauðárkróki og samkvæmt lögum um verndarsvæði í byggð nr 87/2015 skal sveitarstjórn auglýsa hina fyrirhuguðu framkvæmd.

Gögn er varða fyrirhugaða framkvæmd liggja frammi til kynningar frá og með 23. nóvember til og með 7. desember 2022 í ráðhúsi Skagafjarðar og  hér á heimasíðu sveitarfélagsins.

 Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eða hafa athugasemdir við fyrirhugaða framkvæmd geta komið með skriflegar ábendingar sem þurfa að berast í síðasta lagi 7. desember 2022 til byggingarfulltrúa í ráðhúsi sveitarfélagsins Skagfirðingabraut 21 eða á netfangið andrig@skagafjordur.is