Auglýsingar um skipulagsmál
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur samþykkt lýsingar fyrir gerð deiliskipulags fyrir lóðina Víðimelur Suðurtún 1 og landið Helgustaði í Unadal samkvæmt 3. mgr 40. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagssvæðið Víðimelur Suðurtún 1 liggur sunnan gatnamóta þjóðvegar 1 og Skagafjarðarvegar 752 og er stærð lóðarinnar 7.380 fermetrar. Fyrirhugað er að starfrækja sjálfsafgreiðslustöð fyrir eldsneyti á lóðinni.
Skipulagssvæðið Helgustaðir í Unadal er um 4,9 ha að stærð og á landinu er frístundarhús. Markmið deiliskupulagsins er að skilgreina nýja byggingarreiti fyrir fleiri hús.
Skipulagslýsingarnar liggja frammi hjá skipulags- og byggingarfulltrúa og í afgreiðslu ráðhúss sveitarfélagsins við Skagfirðingabraut 17-21 á Sauðárkróki og hér á heimasíðunni til og með 16. desember. Ábendingar skulu berast skriflega til skipulags- og byggingarfulltrúa eða á netfangið jobygg@skagafjordur.is fyrir mánudaginn 17. desember.