Fara í efni

Auglýsingar vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Aðalgötu 3 og Skógargötu 1 - verndarsvæði í byggð

26.05.2021
Verndarsvæði í byggð - norðurhluti gamla bæjarins á Sauðárkróki

Hjá byggingarfulltrúa Sveitarfélagsins Skagafjarðar liggja fyrir byggingarleyfisumsóknir frá eigendum Aðalgötu 3 og Skógargötu 1 um leyfi fyrir breytingum á húsnæði. Framkvæmdirnar eru innan verndarsvæðis í byggð, sem er norðurhluti gamla bæjarins á Sauðárkróki, sem var staðfest af ráðherra 11. febrúar 2020.

Breytingarnar á Aðalgötu 1 varða notkun og útlit hússins en byggingarár þess er 1992 og er verktími áætlaður 6 mánuðir.

Breytingarnar á Skógargötu 1 varða notkun og útlit þar sem fyrirhugað er að að gera íbúðir á öllum hæðum hússins en byggingarár þess er 1947 og áætlaður verktími 12 mánuðir.

Samkvæmt 6. gr laga um verndarsvæði í byggð nr 87/2015 ber sveitarstjórn að auglýsa fyrirhugaðar framkvæmdir áður en ákvörðun er tekin um leyfi til framkvæmda svo almenningur og hagsmunaaðilar hafi tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum og athugasemdum á framfæri. Öll gögn um fyrirhugaðar framkvæmdir liggja frammi til kynningar frá og með 26. maí til og með 9. júní 2021 í ráðhúsi sveitarfélagsins og á heimasíðu þess. Ef einhver vill koma á framfæri ábendingum eða athugasemdum skulu þær vera skriflegar og berast til byggingarfulltrúa í ráðhúsið við Skagfirðingabraut eða á netfangið andrig@skagafjordur.is í síðasta lagi 9. júní 2021.

Kynna má sér fyrirhugaðar framkvæmdir hér á heimasíðunni.