Fara í efni

Auglýst eftir umsóknum um stofnframlög

24.04.2020

Auglýst er eftir umsóknum um stofnframlög til kaupa eða byggingar á íbúðum fyrir fjölskyldur og einstaklinga sem eru undir tekju- og eignamörkum samkvæmt lögum nr. 52/2016 um almennar íbúðir. Markmið laganna er að bæta húsnæðisöryggi fjölskyldna og einstaklinga, sem eru undir tekju- og eignamörkum með því að auka aðgengi að öruggu og viðeigandi leiguhúsnæði. Lögunum er ætlað að stuðla að því að húsnæðiskostnaður sé í samræmi við greiðslugetu leigjenda og fari að jafnaði ekki umfram fjórðung tekna. 

Markmiðið með veitingu stofnframlaga er að bæta húsnæðisöryggi fjölskyldna og einstaklinga á svæðinu sem eru undir tekju- og eignarmörkum laga um almennar íbúðir. Þannig geti þessar fjölskyldur og einstaklingar leigt íbúðir sem hentar þeirra þörfum og greiðslugetu.

Umsóknarfrestur um stofnframlög rennur út 29. apríl næstkomandi. Brýnt er að væntanlegir umsækjendur kynni sér reglur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunnar  vel og gæti þess að senda inn umsókn og öll tilskilin gögn tímanlega.

Nánari upplýsingar um veitingu stofnframlaga og svæði til að sækja um má finna hér