Auglýst er eftir framkvæmdastjóra hjá SSNV
Auglýst er eftir framkvæmdastjóra til starfa hjá SSNV en samtökin eru þjónustu- og samstarfsvettvangur sveitarfélaganna og sjá um mikilvæga sameiginlega málaflokka og hagsmunamál sveitarfélaganna á starfssvæðinu. Verkefni SSNV eru fjölbreytt og snúa að hagsmunum svæðisins, atvinnuþróun og rekstri sameiginlegra verkefna sveitarfélaganna sem að því standa. Leitað er eftir einstaklingi sem getur unnið sjálfstætt, sýnir frumkvæði og hefur góða hæfileika í mannlegum samskiptum. Háskólamenntun sem nýtist í starfi er skilyrði og æskilegt er að umsækjandi hafi þekkingu á sveitarstjórnarmálum og rekstri. Höfuðstöðvar SSNV eru á Hvammstanga.
Umsóknarfrestur er til 7. júlí og sendist til:
Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra
Höfðabraut 6
530 Hvammstangi
Merkt: „framkvæmdastjóri”
Nánari upplýsingar um starfið veitir Bjarni Jónsson formaður SSNV í síma 8947479