Fara í efni

Aukin þjónusta í Íbúagátt sveitarfélagsins

02.08.2013

Í Íbúagáttinni geta viðskiptavinir sveitarfélagsins nú séð afrit útgefinna reikninga á viðkomandi kennitölu, ásamt því að sjá hreyfingar viðskiptareiknings.

Aðgangurinn er fyrir alla einstaklinga 18 ára og eldri sem og lögaðila.  Ekki er skilyrði að eiga lögheimili í sveitarfélaginu.

Íbúagáttin er þjónustusíða  fyrir einstaklinga og fyrirtæki.  Þar er hægt að halda utan um allt sem snýr að samskiptum við sveitarfélagið milliliðalaust, allan sólarhringinn, allt árið.

Hægt er að senda inn rafrænar umsóknir um ýmsa þjónustu og fylgjast með framgangi þeirra og annarra mála sem skráð eru í málakerfi sveitarfélagsins. Einnig er hægt að fá yfirlit yfir ógreidda reikninga hjá sveitarfélaginu og álagningarseðil fasteignagjalda.

Beinn aðgangur er inn á MENTOR og Matartorg fyrir þá sem nota þá þjónustu.  Er það til þægindarauka að þurfa ekki að leggja á minnið mörg aðgangsorð.

Nýir notendur þurfa að nýskrá sig og lykilorð verða send í heimabanka viðkomandi.  Einnig er gefinn möguleiki á að sækja lykilorð í afgreiðslu Ráðhússins.