Fara í efni

Bæjarhátíðin Hofsós heim fer fram um helgina

13.06.2024

Það verður líf og fjör á Hofsósi um helgina þar sem bæjarhátíðin Hofsós heim fer fram.

Dagskráin er metnaðarfull að vanda og ættu allir gestir að finna sér eitthvað við hæfi. Dagskráin hefst á morgun, föstudaginn 14. júní þar sem götur verða skreyttar, sameiginlegt grill verður í Höfðaborg, sundlaugarpartý verður fyrir krakkana í sundlauginni á Hofsósi og ball verður með hljómsveitinni Feðgunum í Höfðaborg. Á laugardaginn verður fjölbreytt dagskrá þar sem töframaðurinn Einar Mikael verður bæði með töfraskóla og töfrasýningu, Íþróttaálfurinn mætir á svæðið og fjölskyldufjör þar sem tónlist, andlitsmálning, leikir o.fl. verður í boði við Höfðaborg. Markaður verður í Höfðaborg, opið hús verður í Verðanda og Ísponica, opið verður á Retro Mathúsi og mikið fjör í Dalasetri í Unadal. Á laugardagskvöldið verður svo fjörubrenna og að lokum stórdansleikur með Færibandinu.Það mun engum leiðast á Hofsósi um helgina!

Við hvetjum alla til þess að kynna sér dagskrána betur á Facebook viðburði bæjarhátíðarinnar.

Hér má sjá dagskrá helgarinnar: