Fara í efni

Bæjarhátíðin Hofsós Heim verður haldin hátíðleg á Hofsósi um helgina

27.06.2018

Það verður margt og mikið um að vera á Hofsósi um helgina á bæjarhátíðinni Hofsós Heim. Dagskrá hátíðarinnar verður hin glæsilegasta.

Á föstudaginn verður m.a. boðið upp á gönguferð í Grafarós, diskósund, varðeld, kjötsúpu og dansleiki með Geirmundi Valtýssyni í Sólvík og Hvanndalsbræðrum í Höfðaborg. Á laugardaginn verður útijóga, mennskt fótboltaspil, markaðir, Hofsósleikar, grillveisla, sjósund, fjölskyldudiskó, kvöldvaka og dansleikur. Þá verður einnig barnadagskrá frá kl. 12-16, en þar verður boðið upp á andlitsmálun, leiki, hoppukastala og ærslabelg, söngvakeppni, bogfimi og karmelluregn. Þá kíkir Hvolpasveitin einnig í heimsókn.

Nákvæma dagskrá má nálgast í Sjónhorninu sem og á Facebook síðunni „bæjarhátíðin Hofsós Heim, 29.júní – 1.júlí“. Þá er einnig hægt að nálgast appið „Hofsós Heim“.