Bændur í Skagafirði athugið!
23.03.2020
Bændasamtökin í samstarfi við aðildarfélög sín vinna að því að koma á fót miðlægri afleysingaþjónustu fyrir bændur.
Óskað er eftir áhugasömum aðilum til að skrá sig á viðbragðslista með það fyrir augum að taka að sér tímabundna afleysingu á búum, komi til þess að bændur veikist vegna COVID-19.
Bent er á nauðsyn þess að bændur hafi aðgengilega vinnuhandbók komi til þess að kalla þurfi til afleysingu á búinu.
Skráning er í netfangið afleysing@bondi.is
Nánari upplýsingar veitir Guðbjörg Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá Bændasamtökum Íslands, í síma 563-0300 og í netfangið gj@bondi.is