Barnamenningarsjóður Íslands
Rannís auglýsir eftir umsóknum um árlega styrki úr Barnamenningarsjóði Íslands.
Hlutverk sjóðsins er að styðja fjölbreytta starfsemi á sviði barnamenningar með áherslu á sköpun, listir og virka þátttöku barna í menningarlífi. Verkefni sem stuðla að lýðræðislegri virkni barna í samfélaginu eða taka mið af inntaki Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna hafa sérstakt vægi.
Áhersla er lögð á samstarf tveggja aðila eða fleiri, svo sem menningarstofnana, skóla, listafólks og félagasamtaka og er hvatt til þess að samstarfsverkefni séu unnin í samstarfi ólíkra aðila, t.d. að stofnanir leiti samstarfs við skapandi fólk fremur en við aðrar stofnanir.
Umsóknarfrestur rennur út 7. apríl 2021 kl. 15.00.
Upplýsingar og umsóknargögn eru að finna á vefsíðu Barnamenningarsjóðs.