Barokkhátíð á Hólum um helgina
Hin árlega Barokkhátíð á Hólum í Hjaltadal verður haldin dagana 25. - 28. júní. Þetta er sjöunda hátíðin og mun Halla Steinunn Stefánsdóttir barokkfiðluleikari leiða Barokksveit Hólastiftis. Ýmislegt er í boði dagana sem hátíðin stendur yfir m.a. verður Jón Þorsteinsson með söngnámskeið og Ingibjörg Björnsdóttir kennir barokkdans á fimmtudeginum og Pétur Halldórsson flytur erindi um skáldið Dieterich Buxtehude. Á föstudeginum verður Þórarinn Arnar Ólafsson með fyrirlestur um heilsufar og lækningar á miðöldum. Haldnir verða tvennir hádegistónleikar á föstudeginum og laugardeginum og hefjast þeir kl 12:15. Á laugardeginum flytur Annegret Mayer-Lindenberg erindi um strengjahljóðfærið viola d´Amore sem mikið var notað á barokktímanum. Hápunktur hátíðarinnar verður á sunnudeginum kl 14 þegar Barokksveit Hólastiftis verður með hátíðartónleika í Hóladómkirkju kl 14.
Aðgangur er ókeypis á alla viðburði hátíðarinnar og allir velkomnir.