Fara í efni

Beiðni um athugasemdir eða breytingar á vegaskrá innan Sveitarfélagsins Skagafjarðar

01.12.2021

Vinna við nýtt aðalskipulag fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð er á lokametrunum og er nú leitað eftir athugasemdum eða breytingum á vegaskrá um vegi í náttúru Íslands innan Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Ef einhverjar athugasemdir eða breytingar eru við vegskránna skal senda þær á netfangið: skipulagsfulltrui@skagafjordur.is og tilgreina í hvaða flokk viðkomandi vegur er, í hvaða ásigkomulagi og hvert hlutverk vegarins er. Skilafrestur er til loka dags mánudaginn 6.desember.

Vegna nýlega fenginnar túlkunar Umhverfisstofnunar á 31. og 32.gr. laga um náttúruvernd á þann veg að akstur utan þeirra vega eða slóða sem ekki fara inná vegaskrána um vegi í náttúru Íslands eða sem eru á skrá Vegagerðarinnar teljist utanvegaakstur skv. 1.mgr. 31.gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013.

2.mgr. 31.gr. kveður á um hverjir hafi heimild til utanvegaaksturs þar sem meðal annars er heimild til að aka um vegi utan vegaskrár vegna starfa við landbúnað ef ekki hljótast af því náttúruspjöll.

Sem dæmi: Þeir sem kaupa leyfi til veiða í vötnunum og aka eftir slóðum sem ekki eru á vegaskrá falla ekki undir undanþáguheimild 2. mgr. 31.gr.

Skv. 4.gr. reglugerð 260/2018 um vegi í náttúru Íslands ber sveitarfélaginu að flokka vegina eftir akfærni, en einnig eftir heimild til notkunar í opna vegi og vegi með takmarkaða notkun út frá tímabili sem heimilt er nota veginn og í hvaða tilgangi sé heimilt að nota veginn s.s. við smalamennsku, veiði, o.fl.

Almennt lítur Umhverfisstofnun svo á að þar sem um hefur verið að ræða utanvegaakstur á opnum óræktum svæðum, sé betra að setja vel skilgreinda vegi og slóða inná vegakort um vegi í náttúru Íslands og loka þá öðrum ef þeir eru óþarfir, einmitt til að koma í veg fyrir náttúruspjöll sem geta stafað að utanvegaakstri.

Sjá gagnvirkt kort af vegaskránni hér: https://bit.ly/3DoW2rD

PDF útgáfa af veginum má finna hér