Benedikt búálfur í Bifröst
22.03.2017
Nú er komið að hinni árlegu leiksýningu 10. bekkjar Árskóla á Sauðárkróki og að þessu sinni er það sýningin Benedikt búálfur sem er sett á svið í Bifröst. Höfundur er Ólafur Gunnar Guðlaugsson og leikstjóri Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson. Frumsýningin er í dag kl 17 og önnur sýning í kvöld kl 20.
Sýningar verða síðan á fimmtudag og föstudag kl 17 og laugardag og sunnudag kl 14 og 17.
Sýningin fjallar um Benedikt búálf sem býður Dídí mannabarni með sér til Álfheima og þar lenda þau í ýmsum ævintýrum þar sem Sölvar súri svartálfakóngur hefur rænt Tóta tannálfi.
Miðapantanir eru í Bifröst í síma 453 5216 og kostar miðinn fyrir 5 ára og yngri 500 kr, 1.000 kr fyrir grunnskólabörn og 2.000 kr fyrir fullorðna. Ekki er tekið við greiðslukortum.