Fara í efni

Birkilundur auglýsir eftir leikskólakennara

02.07.2015

 

Birkilundur auglýsir eftir leikskólakennara

Leikskólakennari óskast í 100% stöðu við leikskólann Birkilund í Varmahlíð frá 10. ágúst 2015.

Hæfniskröfur: Vera með leyfisbréf leikskólakennara. Hæfni í mannlegum samskiptum. Frumkvæði og sjálfstæði í starfi. Reynsla af sambærilegu starfi er æskileg.

Starfið hentar konum jafnt sem körlum. Laun og önnur starfskjör eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við KÍ vegna FL.

Umsóknarfrestur er til og með 19. júlí 2015

Umsóknum sem greina frá menntun og fyrri störfum skal skila í gegnum heimasíðu sveitarfélagsins www.skagafjordur.is (störf í boði) eða í gegnum íbúagátt sveitarfélagsins.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Steinunn Arnljótsdóttir, leikskólastjóri, í síma 846-9014, eða með því að senda fyrirspurn á birkilundur@skagafjordur.is.

Í Birkilundi er unnið með SMT skólafærni og Stig af stigi. Birkilundur er í samstarfsverkefni með Varmahlíðarskóla þar sem áhersla er lögð á félagsleg samskipti. Birkilundur er tveggja deilda leikskóli. Þar eru 35 börn á aldrinum 1-6 ára.