Fara í efni

Boðskort - Opinn vinnufundur skipulagsnefndar

30.09.2024
Athafnarsvæði á Sauðárkróki AT-403.

Skipulagsnefnd Skagafjarðar hyggst halda opna vinnustofu vegna frekari hönnunar og hugmyndavinnu fyrir deiliskipulag „Athafnarsvæði á Sauðárkróki AT-403“ fimmtudaginn 24. október næstkomandi frá kl. 16:00- 18:00.

Við hvetjum ykkur eindregið til að taka daginn frá!

Skipulagslýsing fyrir svæðið var auglýst 26.06.2024 – 14.08.2024, sjá nánar undir máli nr. 808/2024 á vef Skipulagsgáttarinnar.

Næsta skref í skipulagsferlinu er vinnslutillaga og okkur langar að bjóða öllum sem vilja að koma og hitta okkur til að fá fram hvaða áherslur og þarfir almenningur og fyrirtæki/stofnanir sjá fyrir sér á umræddu skipulagssvæði.

Staðseting vinnustofunnar verður auglýst þegar að nær dregur.