Breyting á innheimtu sveitarfélagsins
04.01.2016
- Frá og með 1. janúar 2016 mun Sveitarfélagið Skagafjörður alla jafna ekki senda frá sér greiðsluseðla heim til gjaldenda. Krafan mun sem áður alltaf birtast í heimabönkum. Gjaldendur sem vilja fá senda heim til sín greiðsluseðla eru beðnir um að tilkynna það til innheimtu sveitarfélagsins.
- Allir einstaklingar og lögaðilar geta nálgast afrit af reikningi/greiðsluseðli í Íbúagátt á heimasíðu sveitarfélagsins.
- Einnig er boðið upp á að senda reikninga í tölvupósti til gjaldenda. Þessi kostur er mikið nýttur af gjaldendum í dag og fjölgar þeim sem vilja nýta sér þennan kost. Vinsamlegast sendið tölvupóst á netfangið innheimta@skagafjordur.is og óskið eftir þjónustunni.
- Lögaðilar geta sömuleiðis óskað eftir að fá reikninga senda til sín á rafrænu formi. Vinsamlegast sendið tölvupóst á netfangið innheimta@skagafjordur.is og óskið eftir þjónustunni.
Innheimta Sveitarfélagsins Skagafjarðar