Breytingar á fyrirkomulagi umsókna um sérstakan húsnæðisstuðning 18 ára og eldri
Leigjendur á almennum markaði með lögheimili í Sveitarfélaginu Skagafirði, 18 ára og eldri, geta sótt um sérstakan húsnæðisstuðning.
Sama gildir um námsmenn 18 ára og eldri sem hafa aðsetur annars staðar vegna skólagöngu.
Íbúðalánasjóður annast afgreiðslu sérstaks húsnæðisstuðnings fyrir hönd Sveitarfélagsins Skagafjarðar frá og með 1. janúar 2019.
Allir sem sækja um húsnæðisbætur á heimasíðu Íbúðalánasjóðs husbot.is fara sjálfkrafa í útreikning á sérstökum húsnæðisstuðningi. Skilyrði er þó að umsækjendur samþykki upplýsingagjöf til sveitarfélags, skv. 28.gr. laga nr. 75/2016 um húsnæðisbætur.
Athygli er vakin á því að EKKI þarf að sækja sérstaklega um sérstakan húsnæðisstuðning.
Nýtt fyrirkomulag veitir umsækjendum einfaldari þjónustu með
sameiginlegu umsóknarferli og greiðslugátt. Íbúðalánasjóður reiknar út
upphæð sérstaks húsnæðisstuðnings samkvæmt reglum sveitarfélagsins og
greiðir út upphæðina með sama hætti og almennu húsnæðisbæturnar.
Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá Gunnari M. Sandholt, verkefnisstjóra, í síma 455 6000 eða með tölvupósti til sandholt@skagafjordur.is og nánar má kynna sér breytt fyrirkomulag hér.
Athugið að foreldrar 15 til 17 ára barna sem leigja herbergi á heimavist eða námsgörðum hér á landi vegna náms fjarri lögheimili sækja áfram um sérstakan húsnæðisstuðning vegna þessa gegnum íbúagátt á heimasíðu sveitarfélagsins eins og verið hefur.