Fara í efni

Breytingar á þjónustu hræbíls

07.01.2020

Nú 1. janúar gengu í gildi breytingar á þjónustu hræbíls í dreifbýli sem samþykktar voru með breytingu gjaldskrár fyrir sorpurðun og sorphirðu fyrir árið 2020.

Boðið verður upp á þjónustu hræbílsins á 2ja vikna fresti yfir vetrarmánuðina frá nóvember til mars en áfram vikulega frá apríl til október.

Einnig voru samþykktar breytingar á gjaldskránni á þá vegu að þjónusta hræbílsins er eftir sem áður gjaldfrjáls en notendur hennar þurfa að greiða urðunargjald samkvæmt vigt og miðast gjaldið við gjaldskrá urðunarstaðarins í Stekkjarvík hverju sinni. Gjaldið samkvæmt gildandi gjaldskrá er 13,5 kr/kg án vsk.

Ekki verður farið að innheimta urðunargjald fyrr en búið verður að koma fyrir þar til gerðum búnaði í bílinn sem safnar hræjunum en stefnt er að því að það verði gert innan nokkurra vikna og verður nánar auglýst síðar.