Fara í efni

Breytingar á upplestri í bókasafninu 25. nóvember

24.11.2015
Það verður lesið úr nokkrum nýjum bókum í Safnahúsinu

Nokkrir höfundar munu lesa úr nýútkomnum verkum sínum á bókasafninu á morgun en sú breyting hefur orðið að Illugi Jökulsson forfallaðist en Hjalti Pálsson hefur bæst í hópinn. Það eru því Eyþór Árnason og Ingibjörg Hjartardóttir sem lesa úr verkum sínum og Ingibjörg Hafstað sem les úr bók Önnu P. Þórðardóttur. Hjalti Pálsson mun lesa kafla úr nýútkominni Skagfirðingabók. Dagskráin hefst kl 20 og að venju er boðið upp á jólate og piparkökur. Allir eru velkomnir í bókasafnið að njóta þess að hlýða á góðan upplestur.