Fara í efni

Stafrænar lausnir innleiddar hjá embætti byggingarfulltrúa

13.05.2022
Ráðhús sveitarfélagsins á Sauðárkróki

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur tekið í notkun hugbúnaðarlausnina OneLandRobot frá OneSystems. OneLandRobot auðveldar almenningi aðgengi að rafrænni þjónustu sveitarfélagsins vegna byggingarleyfisskyldra framkvæmda. Allar byggingarleyfisumsóknir og tilkynningar um framkvæmdir fara nú fram í gegnum íbúagátt sveitarfélagsins með rafrænum skilríkjum. Sjálfvirk tenging OneLandRobot er við rafræna byggingargátt Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Hugbúnaðurinn býður upp á rafræn samskipti við umsækjendur, hönnuði, byggingarstjóra og iðnmeistara með rafrænni skráningu á verk. Umsækjendur og þeir sem að máli koma geta fylgst með stöðu og ferli umsóknar í íbúagátt sveitarfélagsins. Með rafrænum samskiptum verður aðgengi umsækjenda betra og eftirfylgni umsókna gerð skilvirkari hjá embætti byggingarfulltrúa.

Hjá embættinu er nú unnið að skönnun teikninga sem fyrirhugað er að verði aðgengilegar inni á kortasjá heimasíðu sveitarfélagsins. Teikningar verða skráðar í hugbúnaðkerfi frá Lofmyndum ehf og mun hluti gagna birtast þar í áföngum á næstunni. Með þessu móti geta notendur skoðað og sótt teikningar af byggingum inn á kortasjána og vonast starfsmenn embættisins til þess að þessi viðbót verði hluti af bættri þjónustu við íbúa sveitarfélagsins.