Brunavarnir Skagafjarðar auglýsa eftir slökkviliðs- og sjúkraflutningamanni
14.06.2016
Brunavarnir Skagafjarðar auglýsa eftir starfsmanni í starf slökkviliðs- og sjúkraflutningamanns.
Starfssvið: Starfið felst í vinnu við slökkvi- og sjúkraflutningaþjónustu, slökkvitækjaþjónustu auk annarra starfa á slökkvistöð. Útkalls- og bakvaktarskylda er utan dagvinnutíma.
Hæfniskröfur:
- Umsækjendur skulu uppfylla eftirfarandi skilyrði reglugerðar nr. 792/2001 um menntun, réttindi og skyldur slökkviliðsmanna og lög nr. 75/2000 um Brunamál.
- Nám í sjúkraflutningum ( EMT-I) æskilegt.
- Hafa góða líkamsburði, gott andlegt og líkamlegt heilbrigði, hafa góða sjón og heyrn, rétta litaskynjun og vera ekki haldnir lofthræðslu eða innilokunarkennd.
- Hafa að lokinni reynsluráðningu aukin réttindi til að stjórna a) vörubifreið og b) leigubifreið.
- Hafa iðnmenntun (sveins- eða vélstjórapróf) sem nýtist í starfi slökkviliðsmanna eða sambærilega menntun (stúdentspróf) og reynslu.
- Standast læknisskoðun og þrekpróf.
- Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð og góð framkoma.
- Almenn tölvukunnátta. Störfin henta konum jafnt sem körlum. Laun og önnur starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Landssambands slökkviliðsog sjúkraflutningamanna og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Skila skal rafrænum umsóknum með ferilskrá, í íbúagátt sveitarfélagsins eða á heimasíðu sveitarfélagsins, www.skagafjordur.is (laus störf).
Umsóknarfrestur er til og með 30. júní 2016.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Vernharð Guðnason í síma 453-5425
Brunavarnir Skagafjarðar sinna viðbragðsþjónustu vegna eldsvoða, björgunar- og
neyðarþjónustu við íbúa Skagafjarðar ásamt sjúkraflutningum. Fjögur stöðugildi
eru í fullu starfi ásamt 25 slökkviliðsmönnum í hlutastarfi. Starf slökkviliðs- og
sjúkraflutningamanna er í senn krefjandi og gefandi.