Fara í efni

Búið að mynda meirihluta í nýkjörinni sveitarstjórn Skagafjarðar

06.06.2014

Í gærkvöldi var gengið formlega frá myndun meirihlutasamstarfs Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks  í nýkjörinni sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Framsóknarflokkurinn fékk hreinan meirihluta í kosningunum eða 5 menn og Sjálfstæðismenn 2. Vinstri grænir og óháðir 1 mann og Skagafjarðarlistinn einnig 1 mann. Síðasti fundur núverandi sveitarstjórnar verður miðvikudaginn 11. júní kl 16:15 í Safnahúsinu og fyrsti fundur nýrrar stjórnar viku síðar þann 18. júní á sama stað og tíma.