Fara í efni

Byggðarráð ályktar um Reykjavíkurflugvöll

12.09.2013
Reykjavíkurflugvöllur. Mynd fengin hjá nat.is

Á 635. fundi byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar nú í morgun var samþykkt eftirfarandi ályktun um Reykjavíkurflugvöll.

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar vill koma þeirri skoðun sinni á framfæri að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýrinni.
Flugvöllur í Vatnsmýrinni gegnir lykilhlutverki í samskiptum landsbyggðar og höfuðborgar sem og fyrir öryggi og sjúkraflug í landinu. Staðsetning flugvallarins hefur ítrekað sannað gildi sitt í þessum efnum og það er spurning hvort ekki þurfi að endurskoða uppbyggingu bráðaþjónustu Landspítalans ef þessi áform ná fram að ganga.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar á borgarstjórn Reykjavíkur að endurskoða framkomnar hugmyndir um færslu vallarins og gleyma ekki skyldum sínum sem höfuðborg við hinar dreifðu byggðir landsins.

Stefán Vagn Stefánsson
Bjarni Jónsson
Jón Magnússon
Sigurjón Þórðarson
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir