Byggðasafn Skagfirðinga fær styrk úr Húsafriðunarsjóði
18.03.2014
Byggðasafn Skagfirðinga hlaut 1.3 milljóna kr styrk úr Húsafriðunarsjóði til þriggja verkefna segir á vef safnsins. Sjóðurinn styrkir viðhaldsaðgerðir í Áshúsi um 400.000 kr og í Gilsstofu um 200.000 kr. Mála þarf hurðir og glugga á báðum húsunum og lagfæra gólfið á miðhæð Áshússins. Sjóðurinn veitti ennfremur 700.000 kr styrk til Tyrfingsstaðaverkefnisins sem er á vegum safnsins.