Byggðasafn Skagfirðinga fær styrk úr Safnasjóði
28.03.2014
Byggðasafn Skagfirðinga hlaut 3,2 milljónir kr úr Safnasjóði fyrir árið 2014 til verkefna og rekstur. Á heimasíðu safnsins segir að 1 milljón fari í rekstur og fengu allir sem hlutu rekstarastyrk þetta árið sömu upphæð. Tvö verkefni safnsins voru styrkt um 1 milljón kr til að skrá myndefni frá Tyrfingsstöðum og 1,2 milljónir til að ljósmynda safnmuni og skrásetja.