Fara í efni

Byggðasafn Skagfirðinga óskar eftir starfsmanni

09.07.2018

Byggðasafn Skagfirðinga óskar eftir starfsmanni

 

Tímabil starfs: 1. ágúst til og með 20. október 2018, eða eftir samkomulagi.

Starfshlutfall: 100% starfshlutfall.

Starfsheiti: Safnvörður I.

Starfsstöðvar: Safnahús og sýningarrými í Glaumbæ (gamli torfbærinn, Áshús, Gilsstofa og aðstöðuhús við bílastæði).

Lýsing á starfinu: Starfsmaður tekur á móti og leiðsegir gestum, annast vörslu safnmuna, þrif og staðarvörslu.

Hæfniskröfur: Forsenda ráðningar er áhugi á sögu, þjóðminjum og samskiptum við fólk. Góð tungumálakunnátta er æskileg. Því fleiri tungumál því betra. Leitað er eftir ábyrgðarfullum, jákvæðum og sveigjanlegum einstaklingum. Lögð er áhersla á lipurð í mannlegum samskiptum, háttvísi og stundvísi. Reynsla af sambærilegu starfi er kostur. Umsækjendur skulu hafa náð 17 ára aldri.

Vinnutími: Vaktavinna.

Launakjör: Laun og önnur starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.

Umsóknarfrestur er til og með 22. júlí 2018

Nánari upplýsingar: Berglind Þorsteinsdóttir, safnstjóri, byggdasafn@skagafjordur.is, 453-6173.

Umsóknir: Umsóknum er greina frá menntun og fyrri störfum skal skilað í gegnum íbúagátt sveitarfélagsins sem finna má á heimasíðu sveitarfélagsins, www.skagafjordur.is (laus störf). Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Karlar, sem og konur, eru hvattir til að sækja um.