Byggðasafnsfólk á málþingi í Þjóðminjasafninu
08.12.2014
Málþing á vegum Félags fornleifafræðinga til heiðusr dr. Kristjáni Eldjárn var haldið í Þjóðminjasafni Íslands á laugardaginn. Þar voru tveir starfsmenn Byggðasafnsins, Bryndís Zoega og Guðmundur St. Sigurðarson, meðal níu framsögumanna og kynntu rannsóknastarfsemi safnsins. Erindi Guðmundar fjallaði um byggðaþróun út frá fornleifaskráningu undir yfirskriftinni, Frá sjóbúðum til selja, og erindi Bryndísar, Geym vel það ei glatast má, fjallaði um fornminjar í hættu. Á heimasíðu Byggðasafnsins segir að það sé ekki á hverjum degi sem rannsóknastarfsemi safnsins fái jafn mikla athygli og séu þau stolt af því.