Byggingararfur Skagafjarðar
07.01.2015
Undanfarið hafa starfsmenn á Héraðsskjalasafni Skagfirðinga verið að vinna að söfnun og miðlun upplýsinga um gömul hús í Skagafirði. Var verkefnið styrkt af Menningarráði Norðurlands vestra. Afraksturinn má sjá á heimasíðu Héraðsskjalasafnsins. Verkinu er ekki lokið og enn á eftir að fjalla um mörg merkileg hús í firðinum.
Inni á vefnum má fræðast um þessi sögufrægu hús og meðal annars lesa um Lindargötu 13 (Erlendarhús). Húsið er eitt elsta íbúðarhúsið á Sauðárkróki sem enn stendur og er talið byggt á tímabilinu 1871-1877. Einnig má þar lesa um Læknishúsið (Skógargötu 10), Gúttó (Skógargötu 11), Hótel Tindastól (Lindargötu 3), Villa Nova (Aðalgötu 23), Gamla sjúkrahúsið (Aðalgötu 1) og Gamla barnaskólann (Aðalgötu 2).