Byggingarfulltrúi hjá Sveitarfélaginu Skagafirði
Einar Andri Gíslason hefur verið ráðinn í starf byggingarfulltrúa hjá sveitarfélaginu til eins árs.
Einar Andri er menntaður byggingarfræðingur frá VIA University College í Horsens í Danmörku, ásamt því að vera með sveins- og meistarabréf í húsasmíði. Hann hefur starfað hjá sveitarfélaginu frá árinu 2010 sem starfsmaður skipulags- og byggingafulltrúa og hefur því mikla innsýn og þekkingu á mannvirkjalögum, byggingareglugerð og öðrum þeim reglum sem falla undir starfssvið byggingarfulltrúa.
Einar Andri mun taka til starfa sem byggingarfulltrúi þann 1. desember af Jóni Erni Berndsen sem gegnt hefur starfi skipulags- og byggingarfulltrúa undanfarin ár. Jón Örn mun frá og með þeim tíma gegna starfi skipulagsfulltrúa þar til ráðið hefur verið í það starf.