Dagdvöl aldraðra - staða forstöðumanns er laus til umsóknar
Dagdvöl aldraðra
Staða forstöðumanns er laus til umsóknar
Upphaf starfs: 18. júní 2018 eða eftir samkomulagi. Um framtíðarstarf er að ræða.
Starfshlutfall: 100% starfshlutfall.
Lýsing á starfinu: Forstöðumaður veitir forstöðu Dagdvöl aldraðra og hefur daglega umsjón með faglegu starfi og rekstri starfseminnar þ.m.t. starfsmannahaldi. Hann ber ábyrgð á að starfað sé í samræmi við lög nr. 125/1999 um málefni aldraðra, stefnu og samþykktir Sveitarfélagsins Skagafjarðar og starfsáætlun Fjölskyldusviðs og er mótandi um uppbyggingu starfseminnar í samvinnu við yfirmenn.
Menntunarkröfur: Menntun á sviði öldrunarmála, t.d. iðjuþjálfa, sjúkraliða eða önnur menntun á sviði umönnunar eða félagsmála sem nýtist í starfinu.
Hæfniskröfur: Lögð er áhersla á fagleg viðhorf í félags- og heilbrigðisþjónustu við aldraða og starfsreynslu úr öldrunarþjónustu eða sambærilegri þjónustu, framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum, mannúðleg viðhorf, virðingu, frumkvæði og skapandi hugsun. Þekking og reynsla af stjórnun og verkstjórn er æskileg. Reynsla af teymisvinnu er kostur.
Umsækjandi þarf jafnframt að hafa góða vitund fyrir sjálfum sér, ríka ábyrgðartilfinningu, vera tilbúinn til að tileinka sér nýjar hugmyndir, hafa metnað í starfi, jákvæður og sýna af sér sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
Hreint sakavottorð.
Vinnutími: Dagvinna.
Launakjör: Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.
Umsóknarfrestur er til og með 15. maí 2018
Nánari upplýsingar: Gunnar M. Sandholt, félagsmálastjóri, sandholt@skagafjordur.is, 455-6000.
Umsóknir: Umsókn um starfið þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Afrit af prófskírteini og leyfisbréfi þurfa að fylgja umsókn. Umsókn ásamt fylgiskjölum skal skilað í gegnum íbúagátt eða heimasíðu sveitarfélagsins, www.skagafjordur.is (laus störf).
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Karlar, sem og konur, eru hvattir til að sækja um.
Dagdvöl aldraðra er stuðningsúrræði við þá sem að staðaldri þurfa eftirlit og umsjá til að geta búið áfram heima. Í Dagdvöl aldraðra er veitt aðhlynning, stuðningur og aðstoð við athafnir daglegs lífs. Þar er aðstaða til þjálfunar og tómstundaiðkana. Gert er mat á heilsufari, notendur fá félagsleguan stuðning, fræðslu, ráðgjöf. Ennfremur er boðið upp á aðstöðu til léttra líkamsæfinga, fæði, hvíldaraðstöðu og aðstoð við böðun. Akstursþjónusta til og frá dagdvalar er einnig veitt.
Dagdvölin er til húsa í Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki en er rekin af Sveitarfélaginu Skagafirði.