Dagskrá á Löngumýri um Ólínu skáldkonu
18.11.2015
Dagskrá í tilefni dags íslenskrar tungu var á Löngumýri 16. nóvember síðastliðinn. Þar komu fram nemendur úr 7. bekk Varmahlíðarskóla og Kammerkór Skagafjarðar og fluttu dagskrá í tali og tónum um Ólínu skáldkonu Jónasdóttur. Ólína þessi fæddist á Silfrastöðum í Blönduhlíð og bjó á ýmsum bæjum í Akrahreppi fyrri hluta ævinnar en settist síðan að á Sauðárkróki. Eftir hana liggja frásagnaþættir og ljóðmæli sem nemendur fluttu á milli söngatriða kórsins. Að endingu tóku krakkarnir lagið með kórnum. Kórfélagar buðu í kaffi og meðlæti að dagskrá lokinni þeim fjölmörgu gestum sem mættu.