Fara í efni

Dagur leikskólans 6. febrúar

05.02.2014
Í Birkilundi

Undanfarin ár hafa leikskólar landsins haldið upp á dag leikskólans með ýmsum hætti. Margir skólanna hafa skapað sér eigin hefð og brjóta starfið upp á einhvern hátt sem oft vekur athygli í nærumhverfinu. Leikskólinn Ársalir er einn af þeim skólum sem ætla að gera eitthvað skemmtilegt í tilefni dagsins og munu börnin á eldra stigi mæta í Skagfirðingabúð og taka lagið kl 10:15. Leikskólinn Tröllaborg á Hólum býður gestum til sín milli kl 15 og 16 í útikennslustofuna þar sem í boði verða nýbakaðar lummur og kakó.

Leikskólinn Birkilundur í Varmahlíð á 15 ára afmæli 6. febrúar og af því tilefni verður slegið upp afmælisveislu á degi leikskólans. Það verður opið hús milli kl 13:30 og 15:30 þar sem gestum verður boðið í kaffi og tertu og sýnd kvikmynd úr starfi skólans.

Aðstandendur dagsins hvetja alla sem starfa í leikskólum til að halda daginn hátíðlegan, vekja umræðu um hlutverk og starf leikskólakennara og kynna starfsemina út á við.

Viðurkenningin Orðsporið verður afhent á degi leikskólans.