Fara í efni

Dagur leikskólans er í dag

06.02.2023

Í dag, 6. febrúar, er Dagur leikskólans. Af því tilefni gera leikskólarnir í Skagafirði sér gjarnan dagamun og halda daginn hátíðlegan.

Markmiðið með Degi leikskólans er að stuðla að jákvæðri umræðu um leikskólastarf og um leið beina athygli samfélagsins að því faglega og metnaðarfulla starfi sem innt er af hendi í leikskólum landsins á degi hverjum.

Í dag kl. 10:15 munu nemendur frá Leiksólanum Ársölum á Sauðárkróki syngja fyrir gesti Skagfirðingabúðar. 

Í Tröllaborg á Hofsósi verða krakkarnir með myndlistarsýningu í KS á Hofsósi þessa vikuna í tilfefni af degi leikskólans í dag.

Í Tröllaborg á Hólum er foreldrum boðið að koma með í útikennslu kl. 15-16 inn í skóg og baka lummur.

Í Birkilundi Varmahlíð var haldið upp á Dag leikskólans og afmæli Birkilundar á þriðjudag í síðustu viku með því að bjóða foreldrum í morgunverð.

Hefð hefur skapast fyrir því að afhenda Orðsporið, hvatningarverðlaun leikskólans, á Degi leikskólans. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Kennarasambands Íslands verður það gert í dag og kynnt á vef KÍ.

Einkunnarorð dagsins eru Við bjóðum góðan dag – alla daga!