Dans- og nýsköpunardagar hjá Grunnskólanum austan Vatna
Í þessari viku er búin að vera dans- og nýsköpunarvika hjá Grunnskólanum austan Vatna. Þá sameinast allir nemendur grunnskólans og nemendur frá Sólgörðum og Hólum leika og læra með nemendum á Hofsósi.
Eins og nafnið gefur til kynna er dagskrá vikunnar tileinkuð dansi annars vegar og nýsköpun hins vegar. Inn í þetta er svo fléttað tónleikum, skákmóti og sjálfsmati nemenda ásamt ýmsu fleiru. Öll tónlistarkennslan hefur sömuleiðis verið á Hofsósi í vikunni. Vikan hefur verið skemmtileg hjá nemendunum og þau sýnt skemmtileg tilþrif í dansinum og mikinn hæfileika í nýsköpuninni.
Á morgun, föstudaginn 08. apríl, verður svo vikan gerð upp með nýsköpunarsýningu í grunnskólanum og danssýningu í Höfðaborg. Strax að lokinni danssýningunni kl. 12:00 verður nemendafélag skólans með rjúkandi mexíkóska kjúklingasúpu til sölu í Höfðaborg.
Dagskrá morgundagsins er því eftirfarandi:
10:20 – 11:00 Nýsköpunarsýning
11:00 – 12:00 Danssýning
12:00 – 12:40 Nýsköpunarsýning
12:00 – 13:00 Nemendafélagið með súpu til sölu í Höfðaborg
Við hvetjum alla til að mæta og skoða þessa skemmtilegu sýningu og öll áhugaverðu nýsköpunar verkefnin sem nemendurnir hafa verið að leysa í vikunni.