Dansað í Árskóla í dag
09.10.2014
Hið árlega maraþon 10. bekkinga hefst í Árskóla á Sauðárkróki í dag og verður kaffihús opið í skólanum af því tilefni þar sem í boði verður heimabakað bakkelsi. Að venju verður matarsala og í boði er að koma og snæða í matsal skólans eða að fá matinn sendan heim. Í ár er boðið upp á sænskar kjötbollur.
Þemadagarnir standa sem hæst og eru gestir frá átta þjóðlöndum í heimsókn vegna Comeniusarverkefnisins sem Árskóli er þátttakandi í. Móttaka fyrir þá verður í íþróttahúsinu kl 9:30 og síðan verður farið með þá í skoðunarferð um héraðið ásamt því að 9. bekkingar munu kynna fyrir þeim skólann sinn.
Danssýning allra nemenda skólans verður í íþróttahúsinu kl 17.
Nemendur og starfsfólk Árskóla bjóða alla velkomna í heimsókn í skólann !