Fara í efni

Deildarstjóri búsetuþjónustu - framlengdur umsóknarfrestur

08.08.2018

Upphaf starfs:                   1. september 2018 eða eftir samkomulagi. Um framtíðarstarf er að ræða.

Fjöldi & starfshlutföll:   100% starfshlutfall.

Starfsheiti:                         Deildarstjóri þjónustu 2.

Lýsing á störfum:            Deildarstjóri stýrir deild eða þjónustukjarna í búsetuþjónustu undir stjórn forstöðumanns. Í starfinu felst dagleg verkstjórn, skipulag og eftirfylgni verkefna.  Í starfinu felst m.a. þjónusta við íbúa, leiðsögn og ráðgjöf til samstarfsaðila.

Unnið er eftir hugmyndafræði um þjónandi leiðsögn og valdeflingu.

Menntunarkröfur:          Starfsleyfi sem þroskaþjálfi eða háskólamenntun á sviði heilbrigðis-, mennta- eða félagsvísinda. Krafa er gerð um bílpróf.

Hæfniskröfur:                  Reynsla og þekking í faglegri  stjórnun, áætlanagerð og starfsmannahaldi er æskileg. Þekking á lögum og reglugerðum sem varða þjónustu við fatlað fólk er æskileg. Reynsla af teymisvinnu er kostur.

Leitað er að einstaklingi með framúrskarandi leiðtoga- og samskiptahæfni.  Umsækjandi þarf jafnframt að hafa góða vitund fyrir sjálfum sér, ríka ábyrgðartilfinningu, vera tilbúinn til að tileinka sér nýjar hugmyndir, hafa metnað í starfi, jákvæður og sýna af sér sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.

Hreint sakavottorð í samræmi við lög um málefni fatlaðs fólks.

Vinnutími:                         Vaktavinna.

Launakjör:                          Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Þroskaþjálfafélag Íslands eða hlutaðeigandi stéttarfélag.

Umsóknarfrestur:           Er til og með 22. ágúst 2018.

Nánari upplýsingar:       Sigþrúður Jóna Harðardóttir, ráðgjafaþroskaþjálfi í síma 455-6000 eða með því að senda fyrirspurn á sigthrudurh@skagafjordur.is.

Umsóknir:                          Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Afrit af prófskírteini, leyfisbréfi ásamt ökuskírteini þurfa að fylgja umsókn. Umsókn ásamt fylgiskjölum skal skilað í gegnum íbúagátt á heimasíðu. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Karlar sem og konur eru hvattir til að sækja um.