Fara í efni

Deiliskipulag fyrir Nestún og Depla í auglýsingu

04.03.2021
Yfirlitsmynd af deiliskipulagi fyrir Nestún á Sauðárkróki

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti á fundi  24. febrúar 2021 tillögu að deiliskipulagi fyrir nýja götu, Nestún, í Túnahverfinu svokallaða á Sauðárkróki. Á sama fundi var einnig samþykkt tillaga að deiluskipulagi fyrir Depla í Fljótum.

Í Nestúni er gert ráð fyrir alls 14 nýjum byggingarlóðum fyrir einbýlishús.  Staðsetning götunnar er ofan við Laugatún og liggur samsíða henni, með aðkomu af Túngötu. Nafn götunnar verður Nestún og er gert ráð fyrir 7 lóðum sitthvoru megin götu. Austan götu er gert ráð fyrir tveggja hæða húsum, en einnar hæðar húsum vestan götu. Stærð svæðis er 36.451m2, og er tillagan í samræmi við gildandi aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021, og er skilgreint ÍB-3.9, og hefur skilgreininguna ÍB-4.9, í nýju endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 sem er í skipulagsferli. Stærðir lóða eru frá 818,8 m2 og upp í 870.0 m2. Byggingarreitir eru frá 358,5 m2 upp í 441.0 m2.

Á Deplum í Fljótum í Skagafirði tekur deiliskipulagið til um 9,3 ha lands, sem er skilgreint í gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021, sem verslunar- og þjónustusvæði. Megininntak deiliskipulags tekur til núverandi veiði- og gistihúsa, reits og stækkunarmöguleika með nýjum reit og er gert ráð fyrir allt að 3000m2 byggingarmagni samanlagt á báðum reitum. Þá er settur út byggingarreitur þar sem er ætlunin að byggð verði allt að 250m2 þjónustubygging fyrir ferðamenn. Einnig eru settir út 2 reitir sem eru ætlaðir til afmörkunar fyrir eldsneytisgeymslur og eldsneytisdælur. Aðkoma að svæðinu er af Ólafsfjarðarvegi.

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Skagfirðingabraut 17- 21, Sauðárkróki, á skrifstofutíma frá 9-15. Einnig er hægt að nálgast gögn á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar.

Ofangreindar deiliskipulagstillögur eru í auglýsingu frá 3. mars 2021 til 15. apríl 2021 og eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta gefin kostur á að gera athugasemdir og eða ábendingar við tillögurnar fyrir 15. apríl 2021. Skulu þær berast skriflega í afgreiðslu í Ráðhúsi við Skagfirðingabraut 17-21 á Sauðárkróki eða á netfangið runargu@skagafjordur.is

Nálgast má greinagerð fyrir tillögurnar hér fyrir neðan:

Greinargerð fyrir Nestún
Uppdráttur fyrir Nestún
Greinargerð fyrir Depla
Uppdráttur fyrir Depla