Fara í efni

Skipulagslýsing vegna fyrirhugaðs deiliskipulags fyrir skíðasvæðið í Tindastóli

23.03.2017
Skíðasvæðið í Tindastóli

Nú liggur frammi í ráðhúsi sveitarfélagsins skipulagslýsing vegna fyrirhugaðs deiliskipulags skíðasvæðis Ungmennafélagsins Tindastóls í Tindastóli. Skipulagslýsingin gerir ráð fyrir nýju deiliskipulagi fyrir svæðið sem er innan sérhæfðs útivistarsvæðis sem skilgreint er í aðalskipulagi Skagafjarðar 2009-2021.

Skipulagslýsingin fjallar um fyrirhugaða efri skíðalyftu sem mun ná langleiðina upp á topp Tindastóls og möguleika á lyftu og skíðabraut í vesturhlíðum Ytridals. Einnig er skilgreind skipting skíðasvæðsins í frekari notkunarsvæði, byggingarreit fyrir nýjan vatnsforðatank fyrir snjógerðarkerfið ásamt tilheyrandi dæluhúsi og bílastæði auk möguleika á notkun svæðisins að sumri til.

Skipulagslýsinguna má nálgast hér.

Skipulagslýsingin mun liggja frammi í ráðhúsinu og hér á heimasíðunni til 20. apríl næstkomandi og ábendingum eða athugasemdum skal skila skriflega til skipulags- og byggingarfulltrúa í ráðhúsið fyrir þann tíma.