Fara í efni

Deiliskipulag Deplar

07.07.2015
Deiliskipulag Deplar

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti þann 25. febrúar síðastliðinn að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Depla í Austur-Fljótum skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Deiliskipulagstillagan felur í sér gerð deiliskipulags þar sem fyrirhuguð er uppbygging jarðarinnar Depla með áherslu á ferðaþjónustu, veiði og gistiskála. Skipulagssvæðið tekur til hluta jarðarinnar og er um 9,3 hektarar að stærð. Heildar byggingarmagn verður um 3000 m2. Athugasemd barst þar sem bent var á að hljóðmön við bílastæði myndi draga úr áreiti sem óhjákvæmilega yrði af bílum dvalargesta. Skipulags- og byggingarnefnd taldi rétt að taka athugasemdina til greina og setja netta jarðvegsmön við trjábeltið á milli aðkomuvegar og bílastæðis. Skipulags- og byggingarnefnd lagði því til við sveitarstjórn að þessi tillaga að deiliskipulagi yrði samþykkt með ofangreindum breytingum. Á sveitarstjórnarfundi 13. maí síðastliðinn var deiliskipulagið samþykkt samhljóða með ofangreindum breytingum.

Deiliskipulag - auglýsing niðurstöðu Deplar.