Drangey Music Festival á laugardagskvöldið
23.06.2017
Tónlistarhátíðin Drangey Music Festival - þar sem vegurinn endar verður nú haldin í þriðja sinn á Reykjum á Reykjaströnd laugardaginn 24. júní. Svæðið opnar kl 18 en dagskráin hefst kl 20:30 og er frítt inn fyrir börn yngri en 14 ára í fylgd forráðamanna.
Áherslan er að vanda lögð á frábæra tónlist og fallega stemmingu í glæsilegri náttúru. Í ár koma fram Mugison, Jónas Sigurðsson og ritvélar framtíðarinnar, Amabadama, Contalgen Funeral og Emmsjé Gauti. Næg bílastæði eru á Reykjum, tjaldsvæði, kaffihús, Grettislaug og ferðir í Drangey með Drangeyjarferðum.
Tónlistarhátíðin er einn af fjölmörgum viðburðum sem fram fara í Skagafirði um helgina því nú eru Lummudagarnir hafnir og Landsbankamótið byrjar í fyrramálið.