Fara í efni

Endurbætur á Árhólarétt á Höfðaströnd

15.09.2022
Árhólarétt

Í sumar hafa staðið yfir gagngerar endurbætur á Árhólarétt í landi Ljótsstaða á Höfðaströnd, en þar er réttað fé úr Unadalsafrétt. Réttin var byggð ný árið 1957 og leysti af hólmi grjóthlaðna rétt á Spánáreyrum í Unadal, sem byggð var árið 1900. Árhólarétt hafði látið mikið á sjá og steypa þurfti upp hluta hennar og endurnýja allar hliðgrindur í dilkum. Réttarhlaðið var malborið og vegur að henni lagfærður. Viðgerðir réttarinnar annaðist Fjómundur Traustason frá Ljótsstöðum en um málingarvinnu sá Erling Sigurðsson á Hugljótsstöðum, fjallskilastjóri í Unadal.

Hér má sjá myndband sem Hjörleifur Jóhannesson tók af framkvæmdum.