Fara í efni

Endurbætur á hluta Skagfirðingabrautar

28.08.2017
Loftmynd af hluta Skagfirðingabrautar

Mánudagskvöldið 28. ágúst hófst vinna við endurbætur á Skagfirðingabraut á kaflanum frá Sauðárkróksbraut og að Ábæ / N1 og mun verkið taka tvo til þrjá daga.

Endurbæturnar felast í því að vegurinn er fræstur upp, blandaður sementi til styrkingar og að lokum klæddur tvöfaldri klæðningu.

Búast má við umferðartöfum á kaflanum á meðan á framkvæmdum stendur og eru vegfarendur vinsamlegast beðnir um að aka varlega.