Fara í efni

Endurskoðun á aðalskipulagi - skipulagslýsing

31.08.2020
Sveitarfélagið Skagafjörður

Aðalskipulagsmál

Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt vinnslutillaga vegna endurskoðunar á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035.

 

  1. Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 – Endurskoðun
    Kynnt er tillaga vegna endurskoðunar Aðalskipulags Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035.
    Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti á fundi sínum 24. júní 2020 að kynna     tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035, í samræmi við 2. mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Gildandi aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 var staðfest af ráðherra 25. maí 2012. Við gildistöku nýs aðalskipulags 2020-2035, mun gildandi aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 falla úr gildi.

 

Deiliskipulagsmál

Samkvæmt 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt skipulagslýsing fyrir eftirfarandi deiliskipulagsverkefni: 

 

  1. Neðri-Ás 2, í Hjaltadal,  land 3 og 4. Lýsing deiliskipulags.
    Kynnt er skipulagslýsing vegna nýs deiliskipulags fyrir frístundabyggð í landi Neðra-Áss 2, í Hjaltadal, land 3 og 4. Tillagan tekur til um 32 ha lands  sem er skipt upp í tvö svæði, land 3 (30.2ha)  og land 4 (1.9ha) og er ætlað ná til 18 lóða undir frístundahús og eina lóð undir tækjageymslu fyrir svæðið. Aðkoma að svæðinu er um Ásaveg nr. 769.

 

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Skagfirðingabraut 21, Sauðárkróki, á skrifstofutíma frá 9-16. Að auki er hægt að nálgast nánari lýsingu á tillögu og tillögurnar sjálfar á heimasíðu sveitarfélagsins.


Skipulagstillögur nr. 1 og 2 eru í kynningu frá 1. júlí til 21. ágúst 2020.


Þeir aðilar sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir og  koma með ábendingar við tillögurnar og er frestur til að skila inn ábendingum og athugasemdum til 21. ágúst 2020.  Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar og má afhenda á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Skagfirðingabraut 21 Sauðárkróki, eða senda á netfangið runargu@skagafjordur.is

Sjá nánar um aðalskipulagsvinnuna hér