Söngkeppni Friðar í Miðgarði
11.12.2015
Í dag 11. desember fer fram söngkeppni Friðar í Menningarhúsinu Miðgarði og hefst hún kl 19:30. Húsið opnar kl 19 og eru allir velkomnir að koma og hlusta á þátttakendur en það eru 11 atriði á dagskrá ef allt gengur eftir.
Sigurvegari keppninnar verður fulltrúi Friðar í Norður-Org sem er undankeppni fyrir söngkeppni Samfés og eru það fulltrúar félagsmiðstöðva á Norðurlandi sem taka þátt í þeirri keppni. Sjálf söngkeppni Samfés verður síðan í mars. Að lokinni söngkeppninni í kvöld verður slegið upp jólaballi í Miðgarði sem stendur til kl 23.