Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið auglýsir Lóu - nýsköpunarstyrki fyrir landsbyggðina
Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, hefur opnað fyrir umsóknir um Lóu - nýsköpunarstyrki fyrir landsbyggðina.
Hlutverk styrkjanna, sem nú verða veittir í fyrsta sinn, er að styðja við nýsköpun, eflingu atvinnulífs og verðmætasköpun sem byggir á hugviti, þekkingu og nýrri færni, á forsendum svæðanna sjálfra.
Lóa styður við nýsköpunarstefnu og er liður í breytingum á opinberu stuðningsumhverfi nýsköpunar vegna fyrirhugaðar niðurlagningar Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.
Styrkjunum verður úthlutað til nýsköpunarverkefna utan höfuðborgarsvæðisins, eins og það er skilgreint í gildandi byggðakorti og leiðbeinandi reglum ESA þar um. Styrkjum er einnig úthlutað til verkefna sem stuðla að uppbyggingu vistkerfis fyrir nýsköpunarstarfsemi og fumkvöðlastarf á forsendum svæðanna.
Umsókn skal skilað með rafrænum hætti í gegnum eyðublaðavef Stjórnarráðsins á þar til gerðum eyðublöðum.
Umsóknarfrestur er til 9. mars 2021.
Auglýsing Stjórnarráðsins fyrir Lóu - nýsköpunarstyrki fyrir landsbyggðina