Fara í efni

Foreldrar ungra barna mættu á fund byggðarráðs

24.02.2017
Unnar Bjarki Egilsson fulltrúi foreldra afhendir Stefáni Vagni Stefánssyni formanni byggðaráðs bréfið

Í gær 23. febrúar komu nokkrir foreldrar ungra barna, sem eru á biðlista eftir leikskólavistun á Sauðárkróki, á fund byggðarráðs Sveitarfélagisns Skagafjarðar. Þau afhentu opið bréf til sveitarfélagsins varðandi skort á dagvistunarúrræðum fyrir yngstu börnin að loknu fæðingarorlofi.

Það er mat þeirra að það séu sameiginlegir hagsmunir sveitarfélagsins og íbúa þess að tryggja foreldrum dagvistunarúrræði fyrir börn sín að loknu fæðingarorlofi til að stuðla að áframhaldandi uppbyggingu sveitarfélagsins, atvinnuþátttöku foreldra sem og almennu ánægjustigi í sveitarfélaginu. Vonast þau til þess að sveitarfélagið sýni erindinu áhuga og óska eftir svörum við fyrsta tækifæri.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar þakkar fyrir erindið og vill koma á framfæri að vinna er í gangi til að leysa þann vanda sem fyrir er.